Forritunarkeppni framhaldsskólanna er líka haldin á Akureyri
Forritunarkeppni framhaldsskólanna er líka haldin á Akureyri

Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir forritunarkeppni framhaldsskólanna í fjölmörg ár og að þessu sinni fer keppnin fram 23. mars næstkomandi.

Keppnin er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa reynslu af forritun fyrir heldur er hún einnig fyrir byrjendur. Keppninni er skipt í þrjár deildir eftir erfiðleikastigi og velja þátttakendur sjálfir þá deild sem hentar þeim best. Líkt og undandfarin ár mun keppnin fara fram í HR en einnig í Háskólanum á Akureyri þar sem boðið verður upp á morgunmat og hádegismat auk þess sem keppendur fá boli með nafni liðsins. Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér keppnina nánar á www.forritun.is en þar má finna allar upplýsingar um keppnina auk eldri verkefna.

Skráning er hafin og stendur yfir til 13. mars.

Nánari upplýsingar veita Ingvar (ingvar@ma.is) og Jói (johann@ma.is).