Forritunarkeppni framhaldsskólanna verður haldin laugardaginn 8. mars í Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri.

Háskólinn í Reykjavík hefur staðið fyrir Forritunarkeppni framhaldsskólanna í fjölmörg ár og hefur ásókn í keppnina aukist ár frá ári enda til mikils að vinna. Forritunarkeppni framhaldsskólanna er ekki eingöngu ætluð þeim sem hafa reynslu af forritun fyrir heldur er hún fyrir alla framhaldsskólanema, jafnt þá sem hafa lært forritun og aðra. Upplýsingar um keppnina má sjá hér

Hér á Akureyri verða ,,prepp hittingar" alla fimmtudaga fram að keppni. 

20.febrúar kl. 17 í MA, stofu Ms 13

27. febrúar kl. 17 í VMA, D-02

6. mars kl. 17 í HA, N-201.