- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í Menntaskólanum á Akureyri hefur um árabil verið unnið ötullega að margvíslegum forvarnamálum og um þessar mundir eru ýmsar kynningar sem þeim tengjast.
Kvikmyndin Fáðu já! sem var sýnd í flestum skólum 30. janúar, þegar nemendur okkar voru í fríi, var sýnd í umsjónartímum í 1. bekk 13. febrúar. Hún er líka aðgengileg á netinu, http://faduja.is/ og þar er líka leiðbeiningarbæklingur ætlaður kennurum og foreldrum.
Ástráður, félag læknanema, heimsækir skólann 27. feb. og 1. mars og verður með kynfræðslu í 1. bekk, en þetta er árviss heimsókn frá þeim.
Foreldrafélag MA stendur fyrir fræðslutímum í 2. bekk í næstu viku og hefur fengið Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing til að ræða við nemendur. Hún fer einnig í grunnskólana á Akureyri og verður á fræðslufundi FORMA fimmtudagskvöldið 28. feb. kl. 20.