- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Öskudagur markar upphaf lönguföstu. Hann ber upp á miðvikudag í 7. viku fyrir páska. Föstuinngangur hefst á sunnudeginum á undan, bolludagur og sprengidagur fylgja í kjölfarið. Í gegnum tíðina hafa dagarnir þrír sett mark sitt á lífið í Menntaskólanum á Akureyri, ósjaldan meira en nú á covid-tímum.
Ef rýnt er í gömul skólablöð MA má sjá að nemendur hafa tekið sér ýmislegt fyrir hendur á föstuinnigangi og lönguföstu fyrri ára. Má nefna bolluflengingar á vistinni árið 1962, spurningakeppni á sprengidegi 1966 og sprell í Kvosinni 2006.
Þrátt fyrir ástandið núna mátti sjá hatta og hárkollur á sveimi í skólanum í dag. Í gær, sprengidag, var boðið upp á saltkjöt og baunir í mötuneytinu. Á bolludaginn runnu rjómabollur ljúflega niður, þó vissulega færri en í eðlilegu árferði.
Við horfum bjartsýn fram á betri tíma á föstuinngangi og lönguföstu árið 2022.
Heimildir: Muninn og Saga daganna.