Hlýtt á félagsfræðimessu
Hlýtt á félagsfræðimessu

Félagsfræðimessa var síðastliðinn miðvikudag, eins og áður hefur verið sagt.

Þarna kynntu nemendur rannsóknarverkefni sín í félagsfræði. Alls voru þetta níu hópar og fimmtán mínútur á hóp í kynningu og fyrirspurnir. Meðal annars könnuðu nemendur Facebook venjur, netnotkun, viðhorf til náms, líkamsmyndar, landbúnaðar og tóbaksnotkunar. Með þessu eru nemendur að stíga sín fyrstu spor í markvissum rannsóknum og hvernig gögn eru sett fram og túlkuð.

Hér er mynd úr messunni.