Símon og Sylvía
Símon og Sylvía

 

Í gær, fimmtudag, var haldinn kynningarfundur um hraðlínu fyrir áhugasama 9. bekkinga og forráðamenn þeirra.
Um 70 manns sóttu fundinn. Una Haraldsdóttir nemandi á hraðlínu MA hóf fundinn á tónlistarflutningi en síðan sá Hildur Hauksdóttir um kynningu á náminu og lífinu á hraðlínu. Tveir nemendur á hraðlínu, Sylvía Siv Gunnarsdóttir og Símon Þórhallsson,  sögðu frá reynslu sinni af hraðlínu og svöruðu spurningum. Eftir kynninguna var boðið upp á spjall og hressingu þar sem núverandi hraðlínunemendur, umsjónarkennarar auk stjórnenda skólans spjölluðu við gesti og svöruðu spurningum. MA þakkar gestunum fyrir komuna og nemendum fyrir aðstoðina.

Vert er að benda á að kynningarglærur sem sýndar voru á fundinum má sjá hér.
Fleiri myndir eru á Facebooksíðu MA