- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Kæru nemendur
Þið sem eigið rétt á sérúrræðum í prófum og viljið nýta þau í lokaprófunum, þurfið að skrá þau á Innu undir skrá sérúrræði fyrir 1.desember.
Nemendur með greiningar á sértækum námsörðugleikum (t.d. dyslexiu) geta sótt um að fá prófin á lituðum pappír og upplestur í prófum þar sem við á (t.d. ekki hægt að lesa inn stærðfræðipróf).
Ekki þarf að skrá óskir um lengri próftíma þar sem ALLIR nemendur geta nýtt sér lengri próftíma og telst hann ekki til sérúrræða heldur gildir í öllum prófum.
Varðandi sértæka námsörðugleika og aðrar greiningar þá þarf alltaf að skila greiningum til námsráðgjafa, þær skila sér ekki sjálfkrafa með umsóknum eða frá grunnskólum.
Við hvetjum ykkur líka til að hafa samband við okkur í stoðteyminu ef þið eruð að upplifa stress og prófkvíða.
Gangi ykkur vel á lokasprettinum!
Kveðja,
Stoðteymið