Tölvudeild vill beina því til notenda að nú hefur nýtt kerfi verið sett upp til að halda utan um tölvupóst í MA. Ekki er lengur notast við póstkerfið Exchange frá Microsoft heldur hefur nú verið tekinn upp opinn hugbúnaður undir nafninu Zimbra. Allur póstur hefur verið fluttur yfir í nýja kerfið og er hann aðgengilegur undir tenglinum ?Vefpóstur MA? hér til hægri undir flýtileiðum. Viðhengi 10 Mb og minni fluttust með póstinum en stærri urðu eftir. Af þeim sökum er nú hægt að nálgast allan póst frá því fyrir þann 26. júlí með sama hætti og áður undir tenglinum ?Gamall vefpóstur? í flýtileiðunum.

Lyikilorð notenda færðust því miður ekki með við flutninginn yfir á nýja kerfið og því hafa notendur verið að fá ný lykilorð send með SMS á GSM-númer sín eins og þau voru í Handbók MA á síðasta skólaári. Ef einhver hefur ekki fengið nýtt lykilorð sent getur hann haft samband við tölvudeild MA í síma 463 3060 (EJS) eða með því að skrifa tölvupóst á tolvudeild hjá ma.is.

.