- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur í MA gerðu það gott í þýskukeppni framhaldsskólanna 2025 og eins í stuttmyndakeppni sem Félag þýzkukennara stóð fyrir á dögunum. Emil Ragnar Reykjalín Ólafsson, 16 ára nemandi í 1.H bar sigur úr bítum í keppninni á neðra stigi og Juliane Liv Sörensen í 2.T var í því sjöunda. Á efra stigi keppninnar hreppti Helga Björg Kjartansdóttir 3.A fjórða sætið. Málabrautarnemendur í 2.A gerðu sér svo lítið fyrir og sigruðu stuttmyndakeppnina með spennuþrunginni mynd sinni „Filmabend“. Þetta eru þau Elias Guðjónsson Krysiak, Hekla Himinbjörg Bragadóttir, Hildur Helga Kolbeinsdóttir Bereng, Tinna Dögg Garðarsdóttir og Tinna Sverrisdóttir.
Verðlaunaafhending fer fram föstudaginn 28. mars á Uppskeruhátíð Félags þýzkukennara í Reykjavík og leggja nokkrir vinningshafar land undir fót til að veita verðlaunum viðtöku.
Á myndunum eru vinningshafarnir með smá glaðning frá skólanum. Innilega til hamingju öll! Á myndina vantar Tinnu Sverrisdóttur.
Harpa Sveinsdóttir þýskukennari