- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Landslið kvenna í íshokkí hlaut bronsverðlaun á heimsmeistaramótinu, 2019 IIHF Women´s World Championship IIb, sem haldið var í Brasov í Rúmeníu og lauk nú um helgina. Alls voru sex MA-ingar í liðinu, þær Apríl Mjöll Orongan, Berglind Rós Leifsdóttir, Kolbrún María Garðarsdóttir, Ragnhildur Helga Kjartansdóttir, Silvía Rán Björgvinsdóttir og Sunna Björgvinsdóttir og stóðu þær sig afar vel. Auk þeirra var Teresa Regína Snorradóttir líka í liðinu en hún var í MA þar til á þessari önn.
Kolbrún var valin besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu og Silvía Rán Björgvinsdóttir besti framherji mótsins. Silvía var markahæst og stigahæst á mótinu og Sunna þriðja stigahæst, Sunna var einnig með flestar stoðsendingar á mótinu og Silvía þriðja. Berglind var í fyrsta sæti á mótinu yfir flest unnin ,,face off" og Sunna þriðja. Ragnhildur Helga sem spilar sem varnarmaður var næst efsti varnarmaður mótsins að stigum.
Það er því óhætt að segja að MA-ingarnir settu sinn svip á mótið og voru mikilvægir liðsmenn. Íþróttir hafa alltaf skipað háan sess í skólanum, verið ómissandi hluti af félagslífi nemenda og fjölmargir þeirra eru afreks- og keppnisfólk í íþróttum.
Til hamingju íshokkílið MA!