Erla Sigríður Sigurðardóttir dux
Erla Sigríður Sigurðardóttir dux

Við skólaslit 17. júní kom fram að 6 nemendur hefðu náð þeim frábæra árangri að fá ágætiseinkunn, 9 og hærra, á stúdentsprófi. Það þarf talsvert til að ná því, einbeitingu og dug öll skólaárin, því stúdentsprófseinkunnin er vegið meðaltal allra einkunna á öllum fjórum námsárunum. Þessir sexmenningar eru sem hér segir:

  • Erla Sigríður Sigurðardóttir – 9,55
  • Sigríður Júlía Heimisdóttir – 9,10
  • Atli Fannar Franklín – 9,04
  • Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir – 9,04
  • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir – 9,02
  • Borgný Finnsdóttir – 9,00


Fjölmargir nemendur hlutu viðurkenningar fyrir námsárangur, svo sem hér má sjá:

  • Arnar Birkir Dansson fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í ferðamálafræði og hagfræði.
  • Arnhildur Guðrún Eyþórsdóttir Fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í spænsku. Einnig hlaut hún verðlaun úr Hjaltalínssjóði fyrir framúrskarandi árangur í ensku og íslensku.
  • Atli Fannar Franklín fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og eðlisfræði. Einnig hlaut hann verðlaun frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði og í stærðfræðikeppnum. Atli Fannar mun keppa á Ólympíuleikunum í stærðfræði. Hann útskrifaðist með ágætiseinkunnina 9,04
  • Auður Snjólaug Aradóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í spænsku.
  • Benjamín Viktor Baldursson fékk viðurkenningu fyrir ástundun og brennandi áhuga á líffræði
  • Borgný Finnsdóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í íslensku. Einnig hlaut hún verðlaun frá franska sendiráðinu fyrir framúrskarandi árangur í frönsku og brautskráðist með ágætiseinkunnina 9,0
  • Brynjar Ingimarsson fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í eðlisfræði á stúdentsprófi. Einnig hlaut hann verðlaun frá Vísindafélagi Norðlendinga, Stjörnu-Odda verðlaunin, fyrir framúrskarandi árangur í stjörnufræði. Brynjar mun keppa á Ólympíuleikunum í eðlisfræði.
  • Erla Sigríður Sigurðardóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í ensku og eðlisfræði. Einnig hlaut hún verðlaun úr Brynleifssjóði fyrir framúrskarandi árangur í sögu og frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði.  Hún mun keppa á Ólympíuleikunum í eðlisfræði.  Erla er dúx og brautskráist með meðaleinkunnina 9,55 og fékk í viðurkenningarskyni gullugluna, heiðursmerki skólans.
  • Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir fékk verðlaun frá þýska sendiráðinu fyrir framúrskarandi árangur í þýsku á stúdentsprófi. Hún  brautskráðist með með ágætiseinkunnina 9,04
  • Freyja Steindórsdóttir fékk verðlaun fyrir afburðaárangur í þýsku á stúdentsprófi. Hún hlaut einnig verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni og afburðaárangur í öllu TUN áföngum á stúdentsprófi.
  • Gunnur Vignisdóttir brautskráðist með flestar einingar til stúdentsprófs, alls 294 og fékk blómvönd að því tilefni
  • Heiðrún Valdís Heiðarsdóttir fékk verðlaun frá danska sendiráðinu fyrir framúrskarandi árangur í dönsku. Hún brautskráðist með óaðfinnanlega skólasókn og ástundun öll árin.
  • Karólína Rós Ólafsdóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í félagsfræði.
  • Kjartan Atli Ísleifsson hlaut verðlaun úr Brynleifssjóði fyrir framúrskarandi árangur í sögu.
  • Ragna Vigdís Vésteinsdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í líffræði. Hún brautskrðáist með ágætiseinkunnina 9,02.
  • Sigríður Júlía Heimisdóttir fékk verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í líffræði,  gjöf frá Gámaþjónustu Norðurlands. Hún hlaut einnig verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í efnfræði frá Efnafræðifélagi Íslands. Hún brautskráist með ágætiseinkunnina 9,1.
  • Sigríður Halla Sigurðardóttir hlaut verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í sálfræði.
  • Unnur Árnadóttir fékk verðlaun frá Þýska sendiráðinu fyrir framúrskarandi árangur í þýsku.