Fæðingarþunglyndi
Fæðingarþunglyndi

Þrír nemendur í 4. bekk I, þær Anna Bára Unnarsdóttir, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir og Karen Björk Gunnarsdóttir, unnu í vetur verkefni í sálfræði, undir handleiðslu Lindu Sólveigar Magnúsdóttur, myndband um fæðingarþunglyndi, sem Heilsugæslustöðin á Akureyri hefur beðið um að fá að nota sem fræðsluefni. Stúlkurnar tóku viðtöl við sérfræðinga hjá fjölskylduráðgjöfinni á heilsugæslunni sem leist svo vel á verkefnið og báðu um leyfi til að birta það á heimasíðu heilsugæslunnar. Þar segir:

"Nemendur í sálfræðiáfanga við Menntaskólann á Akureyri unnu fróðlegt myndband um fæðingarþunglyndi í samvinnu við fjölskylduráðgjöfina á heilsugæslunni. Myndbandið var unnið á Youtube og þær Halldóra, Anna Bára og Karen Björk hafa gefið okkur góðfúslegt leyfi til að birta það á heimasíðu HAK. Eru verðandi og nýorðnir foreldrar hvattir til að kynna sér þetta flotta framtak."

Þetta ágæta verkefni stúlknanna er á YouTube og má sjá hér