- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur á ferðamálakjörsviði 4. bekkjar í MA frumsýndu í gær kynningarmyndbönd sem þeir hafa unnið að á þessari önn og fjalla um íslenska náttúru og ferðamennsku. Þessi myndbönd eru undirbúningur lokaverkefnis í áfanganum þegar nemendur fara til útlanda og afla efnis að kynningarmyndbandi um þá evrópska borg sem þeir lenda í, í eins konar happdrætti.
Myndböndin sem sýnd voru í gær hafa nemendur tekið upp, klippt, hljóðsett og sett inn á þau neðanmálstexta á ensku, enda böndin miðuð við að kynna útlendingum íslenska náttúru og nytjar af henni til ferðamennsku. Þarna var meðal annars fjallað um íslenska fugla, hestamennsku, jarðhita og vetrarferðir. Kennarar í áfanganum og skólastjórnendur voru meðal áhorfenda í stofu H9 á Hólum í gær. Þessi mynd var tekin þar.