Pallborðsumræður í Kvosinni
Pallborðsumræður í Kvosinni

Frambjóðendur allra flokka í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 30. nóvember næstkomandi kynntu stefnumál sín fyrir nemendum í Kvosinni í dag. Pallborðsumræðum stýrðu þeir Benjamín Þorri Bergsson og Reynir Þór Jóhannsson nemendur í 3. bekk. Spurðu þeir frambjóðendurna tíu spjörunum úr og í lokin gafst nemendum í sal tækifæri til að spyrja nokkurra spurninga.
Eftirfarandi framjóðendur tóku þátt í pallborðsumræðunum í dag:

Ari Orrason fyrir J – lista Sósíalistaflokks Íslands.
Ágústa Ágústsdóttir fyrir M – lista Miðflokksins.
Ingvar Þóroddsson fyrir C – lista Viðreisnar.
Jón Þór Kristjánsson fyrir D – lista Sjálfstæðisflokks.
Katrín Sif Árnadóttir fyrir F – lista Flokks fólksins.
Logi Einarsson fyrir S – lista Samfylkingarinnar – jafnaðarmannaflokks Íslands.
Sigríður Ásný Ketilsdóttir fyrir L – lista Lýðræðisflokksins - samtaka um sjálfsákvörðunarrétt.
Sindri Geir Óskarsson fyrir V – lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Skúli Bragi Geirdal fyrir B – lista Framsóknarflokks.
Theodór Ingi Ólafsson fyrir P – lista Pírata.

Fimmtudaginn 21. nóvember fara svokallaðar „skuggakosningar“ fram þar sem nemendur í framhaldsskólum kjósa sína fulltrúa á Alþingi. Á heimasíðunni egkys.is segir svo um kosningarnar:

Skuggakosningar eða „skólakosningar“ eru settar upp eins og almennar kosningar. Megintilgangur þeirra er að þjálfa þá nemendur sem ekki hafa náð kosningaaldri í að kjósa og undirbúa þá sem hafa aldur til að kjósa í fyrsta sinn. Jafnframt fær ungt fólk reynslu í að skipuleggja og framkvæma hið lýðræðislega ferli kosninga.