- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Þessi dagur, 26. september ár hvert, er tileinkaður evrópskum tungumálum og einkunnarorðið 2024 er afar viðeigandi: friður. Í MA eru töluð u.þ.b. 30 önnur móðurmál en íslenska og þeim fer hratt fjölgandi.
Það er löng hefð að halda upp á þennan dag í MA með einhverjum hætti. Nemendur hafa spreytt sig á alls konar þrautum eða tekið á móti gestum. Þetta árið var stutt myndband sett í loftið hér og á samfélagsmiðlum okkar. Í myndbandinu má m.a. heyra asersku og litáísku.
Dagurinn er þó ekki frábrugðinn öðrum dögum þar sem við hömpum öllum móðurmálum í MA. Tungumál opna dyr og fjölbreytni í tungumálum eru menningararfur okkar allra.
Við hvetjum ykkur til að spjalla við fólk með annað móðurmál en íslensku í dag, fá þau til að kenna ykkur nokkur orð og styrkja böndin.
Hildur Hauksdóttir
fagstjóri í erlendum tungumálum.