Nemendur sem eru í sérstökum frönskuáfanga fóru eldsnemma í morgun í ferð til Parísar ásamt kennara sínum Erni Þór Emilssyni. Þetta er vikulöng ferð, sem nemendurnir og Örn Þór hafa skipulagt í sameiningu. Farið verður víða um borgina og ómissandi staðir skoðaðir, svo sem Eiffelturninn, Louvre-safnið, Notre Dame kirkjan, auk þess sem skroppið verður til Versala. Hópurinn býr á hóteli í námunda við Svartaskóla.

Myndin var tekin af meirhluta hópsins í síðasta tímanum fyrir brottför, en farið var suður akandi og lagt af stað með rútu seint í gærkvöldi.