- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nokkrir nemendur í LÍF 123 fóru í gær í fuglaskoðun í Krossanesborgum og sáu margar tegundir fugla og fjölmörg hreiður. Leiðsögumenn með hópnum voru Sverrir Thorstensen og Snævarr Örn Georgsson, en úr kennarahópi MA voru Valdimar Gunnarsson og Herdís Zophoníasdóttir.
Nemendur fóru í fuglaskoðunarhúsið í borgunum og sáu þaðan fjölmarga fugla við tjörnina, en sáu auk þess á leiðum sínum ýmis hreiður, þrastar-, hrossagauks-, sílamáfs-, silfurmáfs-, og rauðhöfðaandar- ásamt einum laupi. Stefán Erlingsson var með myndavélina í ferðinni og tók meðfylgjandi myndir.