Guðríður kynnir niðurstöðurnar
Guðríður kynnir niðurstöðurnar

Í morgun klukkan 10-12 var fundur Kennarafélags MA með Guðríði Arnardóttur formanni Félags framhaldsskólakennara. Þar gerði hún grein fyrir niðurstöðum starfs Verkefnisstjórnar um undirbúning nýs vinnumats fyrir framhaldsskólakennara. Að lokinni greinargóðri kynningu urðu umræður og allmargar fyrirspurnir, en kennarar þurfa fyrir lok febrúar að taka afstöðu til málsins og greiða atkvæði því til samþykkis eða synjunar í síðustu viku febrúarmánaðar.

Á þessari mynd eru Brynjólfur, sem á sæti í samninganefnd, Guðríður og Guðjón, formaður Kennarafélagsins.

Kynning