Fundur í Sveinbjarnargerði 4. nóvember 2009
Fundur í Sveinbjarnargerði 4. nóvember 2009

Sem fyrr var sagt fóru kennarar og starfsmenn skólans og unnu að undirbúningi nýrrar námskrár og nýs skólakerfis í Sveinbjarnargerði á miðvikudaginn var.

Kennsla féll niður frá hádegi og lagt var af stað skömmu síðar út með firði. Að loknum hádegisverði var skipt í vinnuhópa og unnið að hugmyndum samkvæmt áætlun sem svokallaður VENMA-hópur undir stjórn Valgerðar S. Bjarnadóttur hafði tekið saman. Um miðbik vinnutímans var víxlað í hópunum og hugmyndum safnað sem ákaflegast. VENMA-hópurinn mun svo vinna úr þessum hugmyndum að því að setja upp grunn að skipulagi Íslandsáfangans, velgengnisdaganna og vinna nánar að skipan námsbrauta og kjörsviða, en síðan kemur til kasta kennara að halda áfram að fitja upp og prjóna nánar áfanga og kerfi.

Hér eru fáeinar myndir af nokkrum vinnuhópanna.

.