Sjö miðvikudaga í vetur fá nemendur 4. bekkjar á félagsfræðibraut heimsókn fyrirlesara utan úr bæ. Fyrirlestrarnir tengjast allir efni afbrigðasálfræði og eru á milli kl. 10 og 11:15 í stofu 22 í Gamla skóla.

Fyrsti fyrirlesturinn, um búsetuúrræði geðfatlaðra, var 23. september. Framundan eru sex lestrar til viðbótar, sem hér segir:

  • Um Laut, athvarf RKÍ á Akureyri 14. október,
  • Um vímuefni og geðsjúkdóma 21. október,
  • Um sálgæslu og sorgarferli 28. október,
  • Um afbrotahneigð 11. nóvember,
  • Um geðgreiningu á börnum og unglingum 18. nóvember og
  • Um sjálfsvíg 25. nóvember.

.