Á morgun, fimmtudag, kl. 10:00 stundvíslega verður fyrirlestur í M9. Hann er ætlaður nemendum á þriðja og fjórða ári á náttúrufræðibraut.

Fyrirlesari verður Björn Þór Jónsson deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík og MA stúdent. Efnið sem er til umfjöllunar er með hans eigin orðum:

"Fyrirlesturinn heitir:  „Gagnasafnsfræði:  Hvernig einfalt stærðfræðilíkan varð að milljarða-dollara-iðnaði“ eða eitthvað í þeim dúr.  Ég mun tala um hvað gagnasafnskerfi eru, sögu þeirra og einkum um stærðfræðina á bak við þá, hversu einföld en jafnframt öflug hún er."