Magnús Máni og Unnur Birna (stúdentar 2024) voru í liði Íslands í ólympíukeppninni í líffræði. Myndi…
Magnús Máni og Unnur Birna (stúdentar 2024) voru í liði Íslands í ólympíukeppninni í líffræði. Myndin er fengin af facebook-síðu líffræðikeppninnar.

Fyrsta umferð í landskeppni framhaldsskólanna í líffræði fer fram fimmtudaginn 6. febrúar kl. 10:00 í stofu M22.

Efstu nemendurnir á landsvísu fara áfram í næstu umferðir sem fram fara síðar á önninni og er gert ráð fyrir að úrslit og verðlaunaafhending verði 22.-23. mars.

Efstu nemendum í úrslitum býðst að skipa lið Íslands í ólympíukeppninni í líffræði. Sú keppni fer fram á Filippseyjum 20. -27. júlí 2025.
Í fyrra átti MA tvo nemendur í ólympíuliði Íslands en þau Magnús Máni og Unnur Birna (útskriftarnemendur 2024) fóru til Kasakstan fyrir Íslands hönd. Myndir og fleira frá ferðalagi þeirra má finna á Facebook-síðu landskeppninnar: Facebook
Við hvetjum öll til að taka þátt í 1. umferðinni og ef þið hafið einhverjar spurningar er velkomið að heyra í okkur. Við getum líka látið áhugasama hafa eintak af spurningum úr 1. umferð keppninnar í fyrra.

Við bendum á að auglýsing fyrir keppnina hangir á töflum og veggjum á Hólum og Möðruvöllum.
Endilega skráið ykkur hér svo við getum áætlað fjöldann: https://forms.office.com/e/bFxvK5mUUJ


Líffræðikveðjur,
Brynja, Hanna og Tinna