Sungið á Langagangi
Sungið á Langagangi

Margar eru hefðirnar við skólann og ein sú elsta að syngja saman, hafa söngsal. Í því fjölmenni sem í skólanum er dugar ekki að syngja á á Gamla Sal heldur er sungið í Kvosinni. Fyrst þurfa nemendur þó að koma á Langagang í Gamla skóla - reyndar komast ekki allir fyrir þar svo röðin nær upp að Hólum. Þar er sungið kröftuglega uns skólameistari ákveður hvort nógur sé kraftur og fjöldi. Sé svo er komið saman í Kvosinni. Þetta gerðist í dag og söngurinn ómaði við undirleik konsertmeistarans Jóhanns Axels, og forsöng stjórnar Hugins og fulltrúa LMA.

Nokkrar myndir má sjá í myndasafni, sem nú fer af stað eftir nokkurt hlé.