MA haust
MA haust

Haustið heilsar eftir hlýindi og þurrka sumarsins og minnir á sig og vetrarkomuna með snjó í fjöllum og kulda í lofti. Það styttist óðum í upphaf skólaársins í Menntaskólanum á Akureyri og kennarar og starfsfólk tínist til vinnu og undirbúnings vetrarstarfsins. Fyrstu daga septembermánaðar verður líflegt á vinnustofum kennara og síðan hefjast formlega vetrarstörfin.

  • Mánudaginn 10. september verður fyrsti fundur fagstjóra, samkvæmt nýrri skipan, og hefst klukkan 10.
  • Þriðjudaginn 11. september verður Húsþing, eins og jafnan við upphaf skólaárs, og stendur til hádegis. Þar verður aðallega fjallað um nýja jafnréttis- og starfsmannastefnu skólans. Í lokin er sameiginlegur hádegisverður.
  • Fimmtudaginn 13. september verður skóli settur á Sal á Hólum klukkan 10.30.
  • Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 14. september.
  • Nýnemar verða innvígðir í samfélag skólans þriðjudaginn 18. september.

 

Vert er að geta þess að skólinn heldur áfram að taka þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli og megináhersla verður að þessu sinni á holla hreyfingu.