- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Fyrsta vika nýs skólaárs hjá nemendum MA er senn á enda. Skólinn var settur á mánudaginn og kennsla hófst á þriðjudag. Einmuna veðurblíða síðustu daga hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni. Nemendur og kennarar hafa nýtt sér góða veðrið við leik og störf á skólalóðinni og raunar vítt og breitt um bæinn. Auk „hefðbundinna“ kennslustunda á iðagrænu grasinu, hafa nemendur skoðað útilistaverk og farið í sögugöngur svo eitthvað sé nefnt. Ekki er óíklegt að eitthvert framhald verði þar á ef marka má veðurspá næstu daga. Fleiri myndir frá skólastarfinu fyrstu dagana má finna á fésbókarsíðu skólans.