- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Nemendur og starfsfólk MA þekkir vel til geðorða Hóffu, sem hún hefur sent út vikulega í mörg ár og nú eftir skólalokun hafa þau meira að segja borist daglega.
Hólmfríður Jóhannsdóttir íþróttakennari, eða Hóffa eins og flestir þekkja hana, hefur alltaf lagt sig fram um að sinna geðheilsu nemenda og starfsfólks með ýmsum hætti. Einn liður í því eru geðorðin. Upphafið má rekja til ráðstefnu sem hún sótti á vegum landlæknis í tengslum við heilsueflandi framhaldsskóla þar sem þemað var andleg heilsa og þar kviknaði þessi hugmynd að hafa geðorð. Síðan hefur hún sent geðorð vikulega í tölvupósti., fyrir utan eitt ár þegar hún bjó í Danmörku. Þegar skólalokun var tilkynnt á Sal 13. mars kom áskorun frá nemendum hvort ekki ekki væri hægt að hafa geðorð dagsins en ekki bara vikunnar. Hóffa tók áskoruninni og hefur nú sent út geðorð á hverjum degi til að létta lund, vekja hlátur og jákvæðar tilfinningar.
Hóffa segist alltaf annaðslagið fá jákvæð viðbrögð frá nemendum og nú orðið líka tillögur að geðorðum. Hún segir að svona viðbrögð reki sig áfram og henni finnist líka gaman að þessu, það sé orðin hálfgerð árátta hjá sér að halda þessu áfram. Hún á lista yfir geðorð þrjú ár aftur í tímann, svo tryggt sé að nemendur séu ekki að fá sama geðorðið á skólatímanum.