Blóðbankabíllinn
Blóðbankabíllinn

Að gefa blóð getur bjargað mannslífi. Blóðbankabíllinn er á ferð um landið og verður við Menntaskólann á Akureyri fyrir hádegi miðvikudaginn 9. maí.

Tengsl MA og Blóðbankans hafa verið töluverð og staðið árum saman. Það er hluti af námi í líffræði að fara í heimsókn í Blóðbankann og talsvert margir nemendur hafa þá orðið reglulegir blóðgjafar. Í hópi starfsmanna má finna dæmi um að hafa gefið blóð oftar en 50 sinnum.

Það er rakið tækifæri að fara í heimsókn í Blóðbankabílinn hér við skólann á mðvikudaginn. Yfirleitt er talið eðlilegt að gefa blóð á þriggja mánaða fresti. Því ættu þriðjubekkingar sem gáfu blóð fyrir áramótin að vera orðnir vel undir það búnir að gefa svolítinn sopa núna. Fjóðubekkingar ætti ekki að láta sitt eftir liggja og kennarar og starfsfólk ættu ekki að láta þetta tækifæri úr hendi sleppa.

Það er sjálfsagt að leggja inn í þennan banka öðrum til hjálpar og gott að hugsa til þess að geta tekið út úr honum ef lífið liggur við.