Fundur gegn kynbundnu ofbeldi 10. des. 2009
Fundur gegn kynbundnu ofbeldi 10. des. 2009

Sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi lauk með hátíðardagskrá í Kvosinni í MA í dag. Þar fluttu erindi Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, Sigrún Stefánsdóttir formaður félagsmálaráðs Akureyrar og Þórdís Elva Þorsteinsdóttir Bachmann rithöfundur. Kristjana Arngrímsdóttir og Kristján Hjartarson sáu um tónlist. Fundarstjóri var Þorlákur Axel Jónsson kennari við MA.

Að lokinni dagskrá var farin ljósaganga frá MA að Ráðhústorgi, en nemendur MA skipulögðu gönguna og gerðu kröfuspjöld. Á torginu sá Snorri Guðvarðarson um tónlist.

Menntaskólinn á Akureyri er í hópi margra félaga og stofnana sem stóðu að þessu 16 daga átaki. Þar má telja Jafnréttisstofu, Íslenska landsnefnd UNIFEM, Akureyrarbæ, Aflið, Háskólann á Akureyri, Zontaklúbbana á Akureyri, Soroptimistafélag Akureyrar og Norðurlandsdeild Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Myndin var tekin á fundinum í Kvosinni.


.