Um nokkurra ára bil hefur sú hefð ríkt hér í skóla að fjórðubekkingar fari í síðdegisgöngu á Ystuvíkurtind undir stjórn og leiðsögn Sigurðar Bjarklind. Að þessu sinni var þátttaka óvenjugóð, en alls gengu á milli 80 og 90 manns alla leið upp - og niður aftur. Færi var allgott, nokkuð blautt eftir sumarbyrjunarhretin, en það viðraði vel og margar ægifagrar myndir voru teknar. Einhver sýnishorn verða birt hér fljótlega.

.