- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Í dag kom skáldkonan Gerður Kristný í skólann og las meðal annars út verkum sínum. Hún hitti og ræddi við némendur í lokaáfanga á tungumálalínu, TUN3C050 sem er lokaverkefnisáfanginn þar. Þá las hún ljóð fyrir hóp áheyrenda á Sal í Gamla skóla og hitti síðan nemendur í íslensku og skapandi skrifum, fyrst í Möðruvalakjallara og síðar í Kvosinni, þar sem hún sagði meðal annars frá tilurð ljóðabókarinnar Blóðhófnir og þeim goðsögum sem liggja að baki þeim hugmyndaheimi sem í bókinni býr.