Jökull Bergmann
Jökull Bergmann

Nemendur í ferðamálafræði fengu góða gesti í heimsókn í gær. Fyrst lýsti Jökull Bergmann fyrir þeim lífi sínu og starfi sem fjallaleiðsögumaður, og síðan komu þeir Gísli Steinar og Eymundur og sögðu frá því hvernig þeir eru að byggja upp nýtt fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Að venju rita nemendur vinnuskýrslu í lok dagsins og grípum við hér niður í eina þeirra:

"Klukkan 10 fengum við heimsókn. Jökull Bergmann fjallaleiðsögumaður kom og spjallaði við okkur. Hann sýndi okkur nokkur vídeó og myndir af því sem hann er að gera. Mér fannst það MJÖG spennandi og það var skemmtilegt að fá að tala við einhvern sem er að vinna við áhugmálið sitt og það sem honum/henni finnst skemmtilegast að gera og hefur mesta ástríðu fyrir. Það er alveg frábært að sjá hvað hann hefur komist áfram og flottar hugmyndir sem hann hefur fengið. Þetta var ótrúlega áhugaverður fyrirlestur og FER-kennarar takk fyrir að fá hann í heimsókn til okkar:) Ég er búin að vera í skýjunum í allan dag og hlakka nú ennþá meira til að fara í leiðsögumannanámið á næsta ári:)

Það komu einnig menn sem eru að byrja að stofna sitt eigið fyrirtæki og skóla. Þeir ætla að kenna paragliding í skóla hér á Akureyri og einnig bjóða upp á ferðir fyrir útlendinga sem eru vanir þessari íþrótt. Þetta hljómaði bara vel hjá þeim og ég vona að þeim gangi vel með þetta "barn" sitt."

.