Hingað kom í dag stór hópur kennara Laugalækjarskóla í Reykjavík til að kynna sér eitt og annað varðandi nýjungar í kennsluháttum í Íslandsáfanganum og fleiri greinum. Þeir heimsóttu nemendur sem voru að vinna að því að undirbúa fyrstu einstaklingsverkefni sín í NÁT-hluta Íslands, fóru skoðunarferðir um skólann og sátu síðan kynningarfund um nýjungar í kennslu hér. Reyndar voru þetta kaup kaups vegna þess að í Laugalækjarskóla hefur á undanförnum árum verið unnið að samkennslu og samtvinnun námsgreina, og var einnig sagt frá því á fundinum, sem var fróðleg samræðusamkoma..

Talsvert er sóst eftir að koma í heimsókn og kynna sér nýjungar hér í MA og kennarar héðan hafa farið margar kynningarferðir suður á land til að segja frá því sem hér er unnið og þykir nýtt og forvitnilegt.