Hingað í skólann eru komnir í stutta heimsókn nemendur og kennarar úr Lintumetsä menntaskólanum í Espoo í Finnlandi. Þeir verða hér í dag, fara í Mývatnssveit á morgun og suður á ný á fimmtudag.

Hingað norður kom finnski hópurinn með rútu seint í gærkvöld eftir að hafa tafist nokkuð vegna veðurs á Öxnadalsheiði. Klukkan 9 í morgun kom hópurinn í skólann þar sem Jónas Helgason kynnti þeim landið í fyrirlestri og Maija Kaarina Kalliokoski enskukennari, sem er frá Finnlandi, sagði þeim frá töfrum íslenskunnar. Síðan munu Finnarnir fara í fimm fyrstubekki, þá sem eru í Íslandi NÁT þessa önnina. Að því loknu munu nemendur í 1. bekk D sýna gestunum bæinn og bjóða þeim heim í kvöldmat. Á morgun er svo Mývatnssveitarferðin.

Á myndinni er Jónas að byrja fyrirlestur sinn um Ísland.