- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Okkar ágæta spurningalið mætti ofjörlum sínum, harðsvíruðu liði Menntaskólans í Hamrahíð í Gettu betur í gær. Keppnin fór allvel af stað og að loknum hraðaspurningum var munur liðanna 4 stig, en í því sem á eftir kom tókst MH að taka völdin með hraða og snerpu og ná snilldarárangri, 44 stigum gegn 20. Það er engin minnkun að lúta í lægra haldi fyrir svo sterku liði sem MH er þessa dagana og Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson 3X, Sindri Þór Guðmundsson 4X og Helga Þórsdóttir 4X og þeir sem með þeim hafa staðið í vetur eiga þakkir skilið fyrir frammistöðu sína.
Um það bil 70 nemendur fóru akandi suður í gær að loknum öskudagssal og stóðu vel með liði sínu eins og ævinlega.