Sindri, Helga og Jóhann Ólafur
Sindri, Helga og Jóhann Ólafur

Nú er ljóst hvaða átta lið eru komin áfram í sjónvarpskeppni Gettu betur. Í þeim hópi er lið Menntskólans á Akureyri, sem hefur staðið sig með prýði í útvarpskeppninni í miðjum haustannarprófum, eins og venjulega. Að þessu sinni eru í liði skólans Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson 3X, sem er þar þriðja árið í röð, Sindri Þór Guðmundsson 4X og Helga Þórsdóttir 4X, sem hafa ekki verið í aðalliðinu áður.

Dregið hefur verið um það hvaða lið mætast í 8 liða úrslitum í Sjónvarpinu og verður það sem hér segir:

  • Flensborg og Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi eigast við 28. janúar
  • Fjölbrautaskóli Suðurnesja og Fjölbrautaskólinn í Garðabæ mætast 4. febrúar
  • Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í Reykjavík keppa 11. febrúar
  • Þann 18. febrúar mætir lið Menntaskólans á Akureyri svo sigurliði síðasta árs, Menntaskólanum við Hamrahlíð.

Undanúrslit fara fram dagana 25. febrúar og 4. mars og úrslitakeppnin verður miðvikudaginn 11. mars.

Myndin er fengin af huginnma.is