- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Spurningalið MA er komið í átta liða úrslit í sjónvarpi einu sinni enn. Liðið sat hjá í fyrri umferð á Rás 2 þar sem andstæðingarnir drógu sig úr keppni. Lið MA vann svo frækinn sigur á liði Verslunarskóla Íslands og var þar með komið í sjónvarpskeppnina.
Dregið hefur verið í keppninni í Sjónvarpinu og lið MA mun mæta liði Fjölbrautaskóla Suðurnesja 19. febrúar næstkomandi. Dagsetningu hefur verið breytt og keppnin fer fram viku síðar, 26. febrúar.
Að vanda fór útvarpskeppni Gettu betur fram á meðan próf stóðu yfir í MA, en á síðasta kennsludegi fyrir próf, 8. janúar, var ræðukeppni MORFÍS í Kvosinni þar sem MA og MS áttust við. Skemmst er frá því að segja að MA átti ræðumann kvöldsins og hlaut fleiri stig í keppninni en vegna nýrra sérkennilegra reglna tapaði MA samt keppninni vegna þess að fleiri dómurum þótti MS liðið standa sig betur.