Gettu betur
Gettu betur

Strákarnir í Gettu betur unnu andstæðinga sína í FB í síðasta leik í afar stigafárri keppni, en komust við það í Sjónvarpskeppnina, og hefja leik strax á laugardagskvöld. Liðið býr sig undir keppni og 275 nemendur fara í rútum suður til Reykjavíkur á laugardag til að vera viðstaddir þessa útsendingu í sjónvarpi, ýmist í upptökusal eða á Markúsartorginu, þar sem keppnin verður sýnd á risaskjáum. Þessir stuðningsliðar koma aftur akandi strax að keppni lokinni. Í fyrsta leik í Sjónvarpinu mæta MA-strákarnir liði Kvennaskólans í Reykjavík.

En fleiri eru á ferð og flugi þessa dagana en Gettu betur áhangendur. Nemendur í 4. bekk lögðu nú seinni partinn í dag land undir fót og munu kynna sér nám og störf á höfuðborgarsvæðinu fram á helgi. Sú ferð er farin í sameiginlegu skipulagi nemenda, námsráðgjafa og brautarstjóra.

.