Í morgun sendi skólinn í heimabanka foreldra nemenda í 1. og 2. bekk greiðsluseðla vegna þátttöku í Íslandsáfanganum og velgengnisdögum, kr. 11.000,- hjá fyrstubekkingum en kr. 1.000,- hjá nemendum í öðrum bekk.  Hér er um að ræða efniskostnað og hluta af kostnaði við námsferðir.

Þar sem gæta verður ítrasta sparnaðar í rekstri er þeirri ósk beint til foreldra, sem vilja fá prentaða seðla, að láta skólann vita. Annars verða seðlar ekki sendir út.