- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Óvenjuglæislegur árangur náðist í forkeppninni í eðlisfræði þar sem fjórir nemendur úr MA eru í þeim fjórtán nemenda hópi sem fær að taka þátt í lokakeppninni. Þeir eru Tryggvi Unnsteinsson, Valtýr Kári Daníelsson, Rúnar Unnsteinsson og Atli Fannar Franklín. Aðalkeppnin fer fram í Háskóla Íslands dagana 21. - 23. mars næstkomandi.
Dagskrá keppninnar er sem hér segir:
Tuttugu efstu keppendur í forkeppninni fá bókaverðlaun fyrir góðan árangur og fimm efstu keppendur í úrslitum fá peningaverðlaun. Stefnt er að því bjóða fimm keppendum sem standa sig best í úrslitum að vera í keppnisliði Íslendinga á Ólympíuleikunum í eðlisfræði sem fram fara í Mumbai á Indlandi 5. - 12. júlí sbr. http://www.ipho2015.in/ Keppendur á Ólympíuleikunum mega ekki vera orðnir 20 ára 30. júní 2015.
Þessi óvenjugóði árangur í eðlisfræðikeppninni minnir óneitanlega á það þegar nemendur MA stóðu sig manna best í eðlisfræði skólaárið 2001-2002 þegar þeir skipuðu meirihluta liðs Ólympíufara það árið og vorið 2004, þegar 4 af 5 liðsmönnum voru nemendur MA. Þess ber líka að geta að nú standa málin þannig hjá Atla Fannari Franklín, nemanda í 2. bekk, að hann hefur tryggt sér þátttökurétt í lokakeppni í þremur greinum, efnafræði, stærðfræði og eðlisfræði. Það er meira en lítið.
Skólinn fagnar glæsilegum árangri þessara drengja og óskar þeim til hamngju og velfarnaðar í lokakeppninni.