Marteinn og Frímann á góðri stundu í Hlíð
Marteinn og Frímann á góðri stundu í Hlíð

Um það bil þrjátíu manna hópur nemenda í 4. bekk MA fer í heimsóknir til að stytta stundir lífsreyndra borgara á dvalarheimilinu Hlíð.

Um daginn var hér sagt frá samfélagsverkefni þar sem eldri borgarar koma hingað í menntaskólann og fá leiðsögn hjá nemendum og fleirum, meðal annars í ensku og meðferð tölvutækja. Samfélagsverkefnin í lífsleikninni hjá fjórðubekkingum eru margvísleg og í nokkur ár hefur það tíðkast að hópur nemenda fari í heimsóknir á dvalarheimilið Hlíð og geri þar eitt og annað skemmtilegt með íbúunum.

Á fimmtudaginn var byrjaði samstarfið einu sinni enn og um það bil þrjátíu nemendur fóru í Hlíð þar sem var dagskrá og nemendur hittu íbúana í kaffisamsæti og þar var margt spjallað. Í framhaldinu munu nemendur fara nokkrar ferðir, fólkið, spila og spjalla og gera eitt og annað með lífsreyndum borgurum, vonandi hvorum tveggja til ánægju og yndisauka.