- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Það hefur sannarlega verið líf og fjör í vikunni; salir, gestafyrirlestur og ball. Auk hefðbundins náms og kennslu – og námsferða. Í byrjun vikunnar var fyrsti söngsalurinn haldinn síðan snemma á vorönn 2020 og mikil gleði sem fólst í því að geta sungið aftur saman á Sal. Sama dag hélt Bergur Ebbi rithöfundur, uppistandari og framtíðarfræðingur rafrænan fyrirlestur fyrir nemendur í menningarlæsi um mikilvægi þess að vera læs á menninguna í tengslum við störf framtíðarinnar.
Á miðvikudeginum var salur þar sem jafnréttisráð og hagsmunaráð nemenda var kynnt og Bjarni Jónasson heimspekikennari og jafnréttisfulltrúi hélt hugvekju sem sannarlega vakti nemendur til umhugsunar. Ef til vill má segja að í hnotskurn hafi hann hvatt nemendur til að vera góðar manneskjur.
Í gærkvöldi var ball í Kvosinni, þar sem m.a. var haldin danskeppni og þar bar 1T sigur úr býtum eftir æsispennandi bráðabana við 1FL.
Það styttist svo í miðannarmat og haustfrí en áður en að því kemur ætla nemendur að halda í menningarferð til Reykjavíkur 8. – 10. október.