Stjórn skólafélagsins Hugins hefur gleðidaga á nokkurra vikna fresti og tekur þá á móti nemendum við komuna i skólann með einhverjum glaðningi.

Í morgun var einn gleðidagurinn og þá gekk hið góða félag SloppMA í lið með stórn Hugins og tók prúðbúið á móti nemendum með tónlist (meðal annars djassi), kakói, kaffi og kleinum. Margir hlýddu kalli SloppMA og komu þannig búnir til skólastarfsins.

Sigurlaug Anna tók þessa mynd í morgun.