Á hverasvæðinu við Námaskarð
Á hverasvæðinu við Námaskarð

Vorferð nemenda og kennara í náttúrulæsi var farin í dag. Veður var gott, til muna betra en vænta mátti samkvæmt spá.

Þetta var náms- og vinnuferð. Fjórir hópar fóru á jafnmargar stöðvar. Ein var um jarðhita og landmótun, önnur var á Fuglasafni Sigurgeirs, sú þriðja um hraun og í sauðburð í fjárhúsinu að Grænavatni og loks var stöð þar sem krufin voru andvana lömb. Einn hópurinn kaus að vera ögn lengur í sveitinni og fór í bað í góðri gjá. Allir komu heilir heim fyrir kvöldið.

Myndasyrpa úr ferðinni er á Facebooksíðu skólans.