- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Tónlistarfélag Menntaskólans á Akureyri stendur fyrir góðgerðatónleikum til styrktar SAk að kvöldi sumardagsins fyrsta. Tónleikarnir eru hluti af góðgerðaviku Skólafélagsins Hugins sem stendur nú sem hæst. Tónlistarveislunni verður streymt beint á veraldarvefnum og hefst hún klukkan 20:00.
Um gjörninginn segir svo á fésbókarsíðu TóMA:
Í tilefni þess að MA-ingum hefur tekist að safna 250.000 kr. fyrir hollvinasamtök SAk ætlum við í tónlistarfélaginu að brjóta aðeins upp á stemminguna og leiða ykkur inn í sumarið með sérstökum góðgerðatónleikum! Við höfum fengið fullt af frábærum óskalögum frá nemendum og kennurum og munum við svo draga nokkur og flytja þau í þráðbeinni útsendingu á Facebook síðu TóMA. Sent verður út frá bili 6 á Rafeyri.
Sönginn sjá um þau Eik Haraldsdóttir og Brynjólfur Skúlason en Hafsteinn Davíðs lemur húðir, Jói Bassi slappar bassann,
Pétur Smári klórar gítarinn, Jóhanna Rún mundar hljómborðið, Íris Orra hvæsir í klarinettið, Sunneva Kjartans strýkur sellóið og Katrín okkar Karítas fiðluna.