Gönguhópurinn
Gönguhópurinn

Liðin vika hefur verið góðgerðavika í Menntaskólanum á Akureyri og bryddað upp á ýmsum viðburðum og áheitum til að safna fé til styrktar Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðulandi.

Dagskráin hefur verið fjölbreytt en lokapunkturinn var ferð 16 manna hóps nemenda sem bar sjúkrabörur yfir Vaðlaheiði í gær í kulda og hríðarveðri. Félagar úr björgunarsveitinni Súlum höfðu auga með hópnum. Hér er frásögn Sjónvarpsins af viðburðinum. Nánar verður sagt frá söfnuninni eftir helgina.

Mynd: Sjáskot frá RÚV.