- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Magnús Máni Sigurgeirsson 3X, Kolfinna Ósk Andradóttir 2T og Unnur Birna Gunnsteinsdóttir 3T tóku þátt í annarri umferð líffræðikeppni framhaldsskólanna fyrir páska. Þau komust öll áfram í þriðju og síðustu umferðina sem fer fram upp úr miðjum mánuði. Alls tóku 20 nemendur á landinu próf 2 og komast 10 þeirra áfram í próf 3. Þau sem standa sig best í því prófi skipa ólympíulið sem keppir í sumar í Kazakhstan. Skólinn óskar þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur.
Á myndinni er auk nemendanna, Hanna Sigrún Helgadóttir líffræðikennarar. Auk hennar kenna Brynja Finnsdóttir og Ragnheiður Tinna Tómasdóttir líffræði.