- Skólinn
- Skólinn og starfið
- Fólk og félög
- Sýn, stefnur og mat
- Hús skólans
- Námið
- Þjónusta
Forkeppnin í stærðfræðikeppni framhaldsskólanna fór fram 6. október síðastliðinn. MA á tvo af 20 bestu á neðra stigi og 3 af 22 bestu á efra stigi.
Forkeppnin fór fram um allt land þann 6. október og voru þátttakendur 164 á neðra stigi og 154 á efra stigi frá alls 19 skólum. Tilkynnt er um sæti 20 efstu á hvoru stigi fyrir sig (eða 22 á efra stigi þar sem nemendur voru jafnir).
Birt hafa verið úrslit í keppninni. Við í MA eigum tvo af þeim efstu á neðra stigi og þrjá á efra stigi. Á neðra stigi varð Sindri Unnsteinsson í 2T í 1. sæti. Egill Ólafur Arnarsson í 2V endaði í 15. – 17. sæti. Á efra stiginu settist Jóhann Ólafur Sveinbjarnarson 4X í 2. sætið og Atli Fannar Franklín 3X í 8.-9. sæti. Þeir báðir voru í eldlínunni í fyrra og áttu sæti í ólympíuliðum. Brynjar Ingimarsson 3X hafnaði svo í 19. sætinu.
Þetta er glæsilegur árangur og þessum stærðfræðingum er hér með óskað til hamingju og velgengni í því sem framundan er.