Eva María í Þýskuþraut
Eva María í Þýskuþraut

Þýskuþrautin fór að vanda fram fyrir nokkru og nú hafa úrslit í henni verið tilkynnt. Eva María Ingvadóttir í 3. bekk U er á leiðinni til Þýskalands.

Eva María náði mjög góðum árangri í þrautinni og hlýtur að launum mánaðardvöl í Þýskalandi í sumar. Hluta tímans býr hún hjá fjölskyldu og fer á þýskunámskeið og hluti tímans fer í ferðalög með hópi ungmenna frá öðrum löndum.

Sendiherra Þýskalands afhenti verðlaunin 14. apríl á þýskuhátíð í Iðnó á vegum sendiráðs Þýskalands, Félags þýzkukennara og þýskudeildar HÍ. Þar voru einnig veitt verðlaun fyrir stuttmyndakeppni framhaldsskólanema og fram fóru pallborðsumræður undir heitinu: Hvað getur þýska gert fyrir þig? Þekktir Íslendingar úr lista-, menningar- og viðskiptalífi sögðu þar frá reynslu sinni.

Myndina tók Samúel Þór Smárason nemandi á listnámsbraut í Borgarholtsskóla. Eva María er fjórða frá vinstri í neðri röð.

.