Á Foreldrtafundi 2010
Á Foreldrtafundi 2010

Kynningarfundur fyrir foreldra og forráðamenn nemenda í fyrsta bekk var á laugardaginn. Fundurinn var í Kvosinni og vel sóttur. Gestir voru hátt í tvö hundruð talsins. Eins og nærri má geta var talsverðum tíma fundarins varið í að kynna nýjungar í kennslu og námi, Íslandsáfangann í 1. bekk, en það gerðu hópstjórarnir, Anna Sigríður Davíðsdóttir og Gunnhildur Ottósdóttir.

Auk þessa var sagt frá mörgu í skólalífinu, meðal annars kynnti Lena Rut Birgisdóttir starf námsráðgjafa og þjónustu sem þeir veita, Hólmfríður Jóhannsdóttir greindi frá starfi forvarnafulltrúa og þeim viðfangsefnum sem unnið er að með það að markmiðið að MA sé heilsueflandi framhaldsskóli. Fulltrúar úr stjórn Hugins, skólafélags MA, gerðu grein fyrir félagslífinu og dansarar úr Príma sýndu listir sínar.

Aðalfundur foreldrafélags MA var haldinn og foreldrar áttu spjall við umsjónarkennara barna sinna,

Að þessu öllu loknu var boðið upp á keffiveitingar.

.