Grænfáninn afhentur
Grænfáninn afhentur

Í gær, föstudag, var grænfáninn dreginn að húni við Menntaskólann á Akureyri. Orri Páll Jóhannsson fultrúi Landverndar kom og afhenti Jóni Má Héðinssyni skólameistara fánann, sem var svo dreginn að húni að viðstaddri umhverfisnefnd skólans. Umhverfisnefnd hefur verið starfandi við skólann um árabil og hefur starf hennar haft mikil áhrif á umgengni og umgengnisvitund skólaþegna. Í ljósi þessa mikla starfs þótti rétt að viðurkenna með þessu að Menntaskólinn á Akureyri væri á grænni grein. Áður hefur einn framhaldsskóli flaggað grænfánanum.

Til að fá Grænfánann þarf að stíga sjö skref sem felast í eftirfarandi:

- stofna umhverfisnefnd skólans,
- meta stöðu umhverfismála í skólanum,
- gera áætlun um aðgerðir og markmið til umhverfisbóta í skólanum,
- sinna stöðugu eftirliti og endurmati á umhverfismálum í skólanum,
- fræða nemendur um umhverfismál,
- kynna stefnu sína út á við og fá aðra með,
- setja skólanum formlega umhverfisstefnu.

.